Um vinnustaðinn
Fyrsti veitingastaður Subway á Íslandi var opnaður árið 1994. Subway hefur því í yfir 25 ár séð um að gleðja svanga Íslendinga sem vilja að saman fari hollusta og ljúfur skyndibiti. Frumkvöðull að rekstri staðarins var Skúli Gunnar Sigfússon og stofnaði hann fyrsta staðinn í Faxafeni í Reykjavík.
Nú eru Subway staðirnir orðnir 20 á Íslandi. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er að finna Subway veitingastaði á Fitjum, á Akureyri, Selfossi, Akranesi og Egilsstöðum.
Subway á Íslandi er hluti af alþjóðlegri keðju rúmlega 45 þúsund veitingastaða í rúmlega 100 löndum um allan heim. Við erum stolt af því.